Mögnuð sópranrödd ???

Tuttugu og fjögurra ára gamall maður frá Taiwan hefur slegið í gegn á youtube með að syngja lag frá Whitney Houston, I will always love you.

Í þessu fyndna myndbandi er "forseti" Bandaríkjanna að tala um þennan söngvara.

 


Margir hata Simon Cowell

simon-cowell.jpg

           Í American Idol þáttunum hefur Simon

stundum verið algjör "bitch" simon_cowell.jpg

og margir hugsað honum þegjandi þörfina.

 simon-cowell-brat_460x338.jpg

Ég held að einhverjir myndu vilja vera í þeim sporum

að valda honum sársauka og standa

í sporum stúlkunnar í þessu myndbandi !

 



Hæfileikakeppnir

Mjög margir hafa gaman af hæfileikakeppnum. Þúsundir Íslendinga fylgjast með slíkum þáttum í sjónvarpi og met var slegið þegar Magni tók þátt í einum slíkum í Bandaríkjunum fyrir nokkru.

 Í þáttunum: Brittan's got talent má finna mjög marga hæfileikaríka söngvara. Í seríunni frá 2008 er þessi 10 ára strákur Charlie Green - sem er frábær söngvari.

Hér er hann kynntur til leiks:

 

Í þessu myndbandi eru reyndar dómararnir hrikalega reiðir vegna lagsins sem hann syngur .... en ég er ekki sammála þeim.  Hvað finnst ykkur?

 

 

Charlie er fæddur í Bretlandi, en á móður frá Filipseyjum svo foreldrum þótti tilhlýðilegt að fara með drenginn þangað og þar kom hann auðvitað fram í sjónvarpi.

 

 

Strákurinn á heimasíðu!


Tónleikahald úr skorðum

Vegna eldgossins í Eyjafjallajökli varð röskun á tónleikahaldi víða um heim. Hér eru nokkrir linkar á fréttir um það.

 

Volcano Brought Chopin to Orange County

Classical Music.org.uk

Classic FM.co.uk

Gramophone.co.uk

 

Halda menn að ÞETTA sé Eyjafjallajökull ???Þessi mynd fylgir einni greinninni hér að ofan og mér fannst bara skemmtilegt að láta hana fylgja með.

Það er ótrúlega bjánalegt að hafa rangar myndir með fréttum eða greinum !

En veit einhver hvaða gos þetta er?

Það væri gaman að heyra frá ykkur.

 


Búðu til hljóðfæri úr grænmeti

Hér sýnir ung kona hvernig maður býr til flautu og ásláttarhljóðfæri úr gulrótum !!!

 

 

Og ungur maður notar blaðlauk til að búa til ýlu (eins og við gerðum með grasstrá á barnsárunum) en hér gerir hann líka flautu úr succini og blaðlauksblaði.

 


Grænmetishljómsveitin frá Vínarborg

Ég hef áður sett inn myndband af þessari hljómsveit - en ekki á þetta blogg. Í morgun var víst umræða um þau í útvarpinu, svo það er sjálfsagt að setja hérna myndbandið svo þið getið séð sjálf.

 

 

 

Það hlýtur að vera gaman hjá þeim !!!

 


Blámennirnir

Ég sá sýningu með þessum hóp í Universal Studeos í Flórída. Þeir eru rosa góðir rythmaspilarar og ferlega fyndnir á sviði og taka uppá ýmsu á sýningum.

 

 

 

 

xxx


Mannsröddin

Mannsröddin er magnað hljóðfæri.

 

 Og það magnaða er ..... að við eigum öll svona hljóðfæri. Sumir rækta það og þjálfa ..... og verða góðir söngvarar.

Þessir eru náttúrlega í sérflokki .... með nokkrum öðrum hópum sem ég mun blogga um seinna Whistling

 

 


Mbira

Mbira er hljóðfæri sem ekki margir Íslendingar kunna að spila á. Þó eru nokkrir sem eiga slíkt hljóðfæri.

Hér er upptaka frá tónlistarháskóla í Bandaríkjunum, þar sem nemendur eru að læra á alveg nýjan hátt. 

Yfirleitt er tónlist kennd af bókum í slíkum skólum, en þarna þurfa nemendur að læra eftir eyranu og auk þess að spila á alveg nýtt hljóðfæri. 

Ég átti þess kost fyrir um tveimur árum, að sækja lítið námskeið erlendis og lærði pínulítið um Mbiruna.

 


Trommað í vatn.

Eftir námskeið fyrir börn í trommuspili skelltu kennararnir sér út í vatn og léku fyrir börnin !!

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband