Tvö falleg sænsk lög.

Ég var að vesenast með nótur að lagi í dag:  Gabriellas sång. Lagið þekkti ég ekkert og fletti því upp á youtube.com og fann þetta:

 

 

Þegar ég fór að skoða þetta nánar, sá ég að lagið er úr sænskri kvikmynd sem fær mjög góða dóma t.d. á IMDB.com. Myndin heitir á frummálinu "Så som i Himmelen" og á ensku "As it is in Heaven".

Og auðvitað fann ég klippu úr myndinni með laginu:

 

 

Mig langar líka að segja ykkur frá öðru sænsku lagi sem góður vinur minn sendi mér fyrir tveimur árum.  Hér er lagið sungið af Ainbusk hópnum og drengjakór:

 

 

Já - Svíar hafa gert meira gott í músík heldur en ABBA .... :)

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi mynd var sýnd 2svar á RUV í vetur og ég mæli 100% með henni:)

Guðrún

Guðrún Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 20.6.2010 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband