Taylor Ware jóðlari

Árið 2007 varð þessi sniðuga stelpa í öðru sæti í America's got talent. Hún jóðlar frábærlega !!!

 

 

Hér er hún í þættinum hjá Rachel Ray

 

 

16. ágúst er helgaður þessari stelpu í Franklin, Tennessee

 

 

 


Bianca Ryan

Á næstunni ætla ég að setja hér inn myndbönd af flottum ungum söngvurum sem hafa komið fram í Brittan's got talent, America's got talent og fleiri kepnnum.

Þessi söngkona hefur magnað "power" í röddinni og frábæran "karakter".  Hún vann America's got talent árið 2007.

 

 

 

Hér syngur Bianca eitt af mínum uppáhaldslögum sem frægt er úr Sister Act.

 

 

Þó að jólin séu ekki alveg að koma, er nú allt í lagi að hlusta á eitt jólalag með þessari fínu söngkonu.

 


Flottir tenórar.

Tenórarnir þrír eru ekki lengur til - en nú eru fjórir tenórar aldeilis að slá í gegn vestanhafs.

Þeir eru Kanadískir og hafa komið fram í vinsælustu sjónvarpsþáttum vestra og sungið á stórviðburðum.

 

 

Og hér syngja þeir Ave Maria

 

 


Til Elísu

Held að ALLIR þekki lagið Til Elisu eftir Beethoven. Ég er allavega oft beðin að spila það :) 

Hérna fann ég nýstárlega útgáfu af laginu ..... og spilað á tvo gítara en einum gítarleikara - sem ekki er algengt að sjá.

 


Tvö falleg sænsk lög.

Ég var að vesenast með nótur að lagi í dag:  Gabriellas sång. Lagið þekkti ég ekkert og fletti því upp á youtube.com og fann þetta:

 

 

Þegar ég fór að skoða þetta nánar, sá ég að lagið er úr sænskri kvikmynd sem fær mjög góða dóma t.d. á IMDB.com. Myndin heitir á frummálinu "Så som i Himmelen" og á ensku "As it is in Heaven".

Og auðvitað fann ég klippu úr myndinni með laginu:

 

 

Mig langar líka að segja ykkur frá öðru sænsku lagi sem góður vinur minn sendi mér fyrir tveimur árum.  Hér er lagið sungið af Ainbusk hópnum og drengjakór:

 

 

Já - Svíar hafa gert meira gott í músík heldur en ABBA .... :)

 

 


Ef ég gæti talað við dýrin ....

... skilið dýrin, dansað við dýrin ...


Angelites - Búlgarski kvennakórinn

Þessi frábæri kvennakór hélt alveg frábæra tónleika í Hallgrímskirkju í maí 2006.

 

 

 


Búlgarskar raddir

Stúlknakór útvarpsins í Búlgaríu á tónleikaferð í Japan árið 2007.

 


Ótrúleg söngrödd í þessari ungu stúlku.

Fann myndbönd með þessari stúlku, Aiyönu-Lee Anderson á youtube.  Hún byrjaði að syngja tveggja ára, enda á hún kyn til. Mamma hennar er söngkona og í föðurætt á hún ýmsa tónlistarmenn að.

Þetta myndband er tekið þegar hún var átta ára:

 

 

Hér eru upplýsingar um hana á myndbandi:

 

 

Er möguleiki að sex ára barn geti sungið svona:

 


Gömul lög - nýir tímar

Vitað mál er að ef lög eru "góð" þá lifa þau í nokkrar kynslóðir.

Vera Lynn er 93 ára gömul en á sínum yngri árum söng hún mörg falleg lög og var elskuð af fólkinu. 

 

 

Í þætti Brittan's got talent þann 17. apríl s.l. söng 10 ára gömul stúlka,

Chloe Hickinbottom  chloe_hickinbottom.jpg  þetta sama lag. Því miður er búið að útiloka það að hægt sé að setja myndbandið á aðrar síður, en þið getið horft á það á Youtube.com - Chloe Hickinbottom

 

 

Haft var samband við Veru Lynn  dame_vera_lynn_987925.jpg

fyrir útsendingu þáttarins og taldi hún útilokað að svo ung stúlka gæti sungið lagið á sannfærandi hátt, því hún myndi ekki skilja textann nógu vel. 

 

En eftir að sú gamla hafði horft á þáttinn, breyttist viðhorfið til Chloe og sagði hún yndislegt að svo ung söngkona vildi syngja lögin sín. "Hún söng ekki falskan tón" sagði Vera einnig um Chole.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband