Gömul lög - nýir tímar
5.5.2010 | 12:24
Vitað mál er að ef lög eru "góð" þá lifa þau í nokkrar kynslóðir.
Vera Lynn er 93 ára gömul en á sínum yngri árum söng hún mörg falleg lög og var elskuð af fólkinu.
Í þætti Brittan's got talent þann 17. apríl s.l. söng 10 ára gömul stúlka,
Chloe Hickinbottom þetta sama lag. Því miður er búið að útiloka það að hægt sé að setja myndbandið á aðrar síður, en þið getið horft á það á Youtube.com - Chloe Hickinbottom
Haft var samband við Veru Lynn
fyrir útsendingu þáttarins og taldi hún útilokað að svo ung stúlka gæti sungið lagið á sannfærandi hátt, því hún myndi ekki skilja textann nógu vel.
En eftir að sú gamla hafði horft á þáttinn, breyttist viðhorfið til Chloe og sagði hún yndislegt að svo ung söngkona vildi syngja lögin sín. "Hún söng ekki falskan tón" sagði Vera einnig um Chole.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Spaugilegt, Trúmál | Breytt s.d. kl. 12:26 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.