Færsluflokkur: Menning og listir

Tónleikahald úr skorðum

Vegna eldgossins í Eyjafjallajökli varð röskun á tónleikahaldi víða um heim. Hér eru nokkrir linkar á fréttir um það.

 

Volcano Brought Chopin to Orange County

Classical Music.org.uk

Classic FM.co.uk

Gramophone.co.uk

 

Halda menn að ÞETTA sé Eyjafjallajökull ???Þessi mynd fylgir einni greinninni hér að ofan og mér fannst bara skemmtilegt að láta hana fylgja með.

Það er ótrúlega bjánalegt að hafa rangar myndir með fréttum eða greinum !

En veit einhver hvaða gos þetta er?

Það væri gaman að heyra frá ykkur.

 


Mbira

Mbira er hljóðfæri sem ekki margir Íslendingar kunna að spila á. Þó eru nokkrir sem eiga slíkt hljóðfæri.

Hér er upptaka frá tónlistarháskóla í Bandaríkjunum, þar sem nemendur eru að læra á alveg nýjan hátt. 

Yfirleitt er tónlist kennd af bókum í slíkum skólum, en þarna þurfa nemendur að læra eftir eyranu og auk þess að spila á alveg nýtt hljóðfæri. 

Ég átti þess kost fyrir um tveimur árum, að sækja lítið námskeið erlendis og lærði pínulítið um Mbiruna.

 


Ný tegund af vatnsorgeli.

Margir kannast við vatnsorgel t.d. í Hamburg. Þetta er ennþá sniðugra, því bæði er þetta útilistaverk og hver sem er getur fengið að prófa.

Hið eiginlega orgel birtist ekki alveg í upphafi myndbandsins ..... verið þolinmóð :)

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband