Færsluflokkur: Tónlist
Tónleikahald úr skorðum
30.4.2010 | 10:41
Volcano Brought Chopin to Orange County
Þessi mynd fylgir einni greinninni hér að ofan og mér fannst bara skemmtilegt að láta hana fylgja með.
Það er ótrúlega bjánalegt að hafa rangar myndir með fréttum eða greinum !
En veit einhver hvaða gos þetta er?
Það væri gaman að heyra frá ykkur.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Búðu til hljóðfæri úr grænmeti
30.4.2010 | 01:00
Hér sýnir ung kona hvernig maður býr til flautu og ásláttarhljóðfæri úr gulrótum !!!
Og ungur maður notar blaðlauk til að búa til ýlu (eins og við gerðum með grasstrá á barnsárunum) en hér gerir hann líka flautu úr succini og blaðlauksblaði.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Grænmetishljómsveitin frá Vínarborg
30.4.2010 | 00:48
Ég hef áður sett inn myndband af þessari hljómsveit - en ekki á þetta blogg. Í morgun var víst umræða um þau í útvarpinu, svo það er sjálfsagt að setja hérna myndbandið svo þið getið séð sjálf.
Það hlýtur að vera gaman hjá þeim !!!
Tónlist | Breytt s.d. kl. 01:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Blámennirnir
29.4.2010 | 18:58
Ég sá sýningu með þessum hóp í Universal Studeos í Flórída. Þeir eru rosa góðir rythmaspilarar og ferlega fyndnir á sviði og taka uppá ýmsu á sýningum.
xxx
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mannsröddin
29.4.2010 | 17:01
Mannsröddin er magnað hljóðfæri.
Og það magnaða er ..... að við eigum öll svona hljóðfæri. Sumir rækta það og þjálfa ..... og verða góðir söngvarar.
Þessir eru náttúrlega í sérflokki .... með nokkrum öðrum hópum sem ég mun blogga um seinna
Tónlist | Breytt s.d. kl. 17:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mbira
28.4.2010 | 00:29
Mbira er hljóðfæri sem ekki margir Íslendingar kunna að spila á. Þó eru nokkrir sem eiga slíkt hljóðfæri.
Hér er upptaka frá tónlistarháskóla í Bandaríkjunum, þar sem nemendur eru að læra á alveg nýjan hátt.
Yfirleitt er tónlist kennd af bókum í slíkum skólum, en þarna þurfa nemendur að læra eftir eyranu og auk þess að spila á alveg nýtt hljóðfæri.
Ég átti þess kost fyrir um tveimur árum, að sækja lítið námskeið erlendis og lærði pínulítið um Mbiruna.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Trommað í vatn.
28.4.2010 | 00:17
Eftir námskeið fyrir börn í trommuspili skelltu kennararnir sér út í vatn og léku fyrir börnin !!
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ný tegund af vatnsorgeli.
28.4.2010 | 00:05
Margir kannast við vatnsorgel t.d. í Hamburg. Þetta er ennþá sniðugra, því bæði er þetta útilistaverk og hver sem er getur fengið að prófa.
Hið eiginlega orgel birtist ekki alveg í upphafi myndbandsins ..... verið þolinmóð :)
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tölvu-Teiknuð-Tónlist
27.4.2010 | 23:55
Á þessari heimasíðu geturðu lesið meira um fyrirtækið og þá sem standa á bak við þessi myndbönd. Þeir selja tónlistina á DVD þar sem hún er ekki bara ætluð til að hlusta - heldur líka að horfa á hana !!!
Ani Music stendur fyrir (computer) Animated Music - eða tölvu-teiknuð-tónlist.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Drekkurðu mikið vín?
27.4.2010 | 23:35
Safnaðu tómu flöskunum og búðu til "Flösku-orgel".
Hér er dæmi um hvernig það hljómar.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)